Getum við aðstoðað?

Kynning frá frambjóðendum til stjórnar

08. apríl 2019

Kynning frá frambjóðendum til stjórnar

Tvö sæti laus í aðalstjórn

Fimm framboð hafa borist í tvö sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins sem fram fer fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 17:15. Eftirfarandi eru kynningar frá frambjóðendunum sjálfum í stafrófsröð.

 

 

 

Davíð Ólafur Ingimarsson

38 ára
Forstjóri Guide to Iceland

Námsferill:

  • Löggiltur verðbréfamiðlari 2010
  • M.Sc. í fjármálum fyrirtækja 2008
  • M.Sc. í hagfræði 2005
  • B.Sc. í hagfræði 2003

Starfsferill:

  • Forstjóri Guide to Iceland frá 2018
  • Fjármálastjóri Guide to Iceland 2017-2018
  • Fjármálastjóri Greenqloud frá 2015-2017
  • Varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2014
  • Stundakennari við Háskóla Íslands frá 2006
  • Yfirmaður sjóðastýringar hjá Landsvirkjun 2014-2015
  • Yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun 2007-2014
  • Sjávarútvegsráðuneytið 2004-2007
  • Hlutastarf hjá Búnaðarbankanum/Kaupþingi 1999-2003

Ástæða framboðs:

Ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum og hef jafnframt yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum, sem ég tel að muni koma stjórn sjóðsins og öllum sjóðsfélögum til góða. Ég hef verið í varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2014, aðalstjórn frá 2016 og bý að þeirri reynslu.

Helgi Baldvinsson, tæknifræðingur 

60 ára
Tæknifræðingur, hönnuður og ráðgjafi á verkfræðistofu

Náms- og starfsferill:

  • Rafmagnstæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum í Danmörku árið 1988.
  • Starfaði fyrstu 7 árin hjá verkfræðistofunni Rafhönnun við hönnun og ráðgjöf í ýmsum rafmagns sérkerfum bygginga.
  • Var síðan við ýmis störf í faginu hjá fyrirtækjum eins og Nýherja, Securitas, Tæknival, Samtökum Iðnaðarins/Útflutningsráði og Olíufélaginu Esso.
  • Síðustu 15 árin hef ég verið hjá Mannviti verkfræðistofu við hönnun og ráðgjöf.
  • Ég fór í þriggja anna nám með vinnu, í rekstrar- og viðskiptafræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
  • Ég er í stjórn Sjúkrasjóðs VFÍ.

Ástæða framboðs:

Ég hef alltaf haft áhuga á félagsstörfum og hef starfað innan Tæknifræðingafélags Íslands, og síðar eftir sameiningu við Verkfræðingafélag Íslands, í nefndum VFÍ.

Það er ákveðin áskorun að bjóða sig fram til setu í stjórn Almenna, og ég tel mig geta orðið að liði við setu í stjórn sjóðsins.

Oddur Ingimarsson, læknir

40 ára
Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans

Námsferill:

  • Embættispróf í læknisfræði frá HÍ árið 2005
  • MS gráða í fjármálum fyrirtækja frá HÍ árið 2008
  • Sérfræðileyfi í geðlækningum árið 2015
  • Doktorspróf í læknisfræði frá HÍ árið 2018

Starfsferill:

  • Sérfræðingur í Landsbankanum við eigin fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf, 2007 – 2008.
  • Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá CIS-Theriak, 2009 – 2011.
  • Læknir á Landspítalanum, 2008 – 2009 og 2012 – 2015.
  • Geðlæknir á Landspítalanum frá 2015.

Félags- og fræðastörf:

  • Er varamaður í læknaráði Landspítalans. Sat í samninganefnd Læknafélags Íslands í tveimur síðustu kjarasamningum. Er í vísindaráði geðdeildar og geðlæknafélagsins. Sit í kennsluráði fyrir sérnám í geðlækningum. Er fyrsti höfundur að 5 vísindagreinum. Sinni einnig stundakennslu í HÍ.

Ástæða framboðs:

Ég sat í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins á árunum 2009 til 2016 og var formaður stjórnar tvö síðustu árin.  Hætti ég í stjórninni eftir að hafa farið í doktorsnám sem ég hef nú lokið.  Ég býð mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem ég tel mig bæði hafa þá menntun og reynslu sem þarf til að takast á við krefjandi verkefni sjóðsins.

Ragnar Torfi Geirsson

58 ára
Deildarstjóri, Launadeild Íslandsbanka

Starfsreynsla:

  • 2005 –               Íslandsbanki hf., deildarstjóri Launadeildar
  • 2003 – 2004   Íslandsbanki hf., kerfisfræðingur
  • 1998 – 2003    Sjóvá Almennar tryggingar hf., kerfisfræðingur
  • 1991 – 1998     Kerfi hf., kerfisfræðingur
  • 1990 – 1991     Emerson Technologies LLP, director MIS
  • 1989 – 1990     Emerson Radio Corp., programmer Analyst
  • 1987 – 1989     Seiko Time Corp., Senior programmer Analyst
  • 1985 – 1987     Apparel Business Systems, programmer Analyst
  • 1983 – 1985     Sjóvátrygginafélag Íslands hf., forritari
  • 1981 – 1983     Kaupfélag Borgfirðinga, Tölvari/forritari

Stjórnarstörf:

  • 2016 – 2019      Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, varamaður
  • 2013 – 2016      Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, aðalmaður
  • 2008 – 2010     Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis, framkvæmdastjóri

Menntun:

  • Hæfismat FME vegna stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum, 2013
  • Hæfismat FME vegna framkvæmdastjórastöðu ESG 2008
  • Samvinnuskólinn á Bifröst, Samvinnuskólapróf 1981

Ástæða framboðs:

Í starfi mínu kem ég mikið að lífeyrismálum starfsmanna, réttindaöflun og réttindum þeirra við starfslok. Það og almennur áhugi á málefnum lífeyrissjóða, ekki síst míns eigin sjóðs, varð til þess að ég bauð mig fram til stjórnarsetu hjá Almenna lífeyrissjóðnum árið 2013. Starfið í stjórninni sem aðal- og varamaður síðan hefur verið krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég tel að reynsla mín komi að gagni í stjórn sjóðsins. Mér finnst ég eiga þangað erindi og býð mig fram til áframhaldandi starfa, nú sem aðalmaður í stjórn.


Sigurjón H. Ingólfsson 

46 ára
Sérfræðingur á fjármála- og rekstrarsviði Kviku banka hf.

Námsferill:

  • Opni háskólinn í HR, Ábyrgð og árangur stjórnarmanna,  2013
  • Háskólinn í Reykjavík, Sc. Fjárfestingastjórnun, dux, 2007
  • Université Paris-Sud Orsay, Maît. hagnýt líkindafræði, 1997
  • Háskóli Íslands, Sc. Stærðfræði, 1996
  • Háskóli Íslands, Sc. Eðlisfræði, 1996

Starfsferill:

  • Almenni lífeyrissjóðurinn, stjórnarmaður 2016 – 2019
  • Kvika banki hf., verkefnastjóri á fjármálasviði, 2015 –
  • Straumssjóðir, vararegluvörður, 2013 – 2015
  • Straumur fjárfestingabanki hf., Forstöðumaður áhættustýringar 2013 – 2015
  • Straumur fjárfestingabanki hf., Forstöðumaður markaðsáhættu 2010 – 2012
    ALMC hf., Forstöðumaður í endurskipulagningu,  2009 –2010
  • Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. Forstöðumaður Eigna- og skuldastýringu, 2006 –2009
  • Íslandsbanki hf., Hugbúnaðarsérfræðingur,  2003 –2006
  • Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hugbúnaðarsérfræðingur,  1997 – 2003

Ástæða framboðs:

Síðastliðinn áratug hef ég starfað á fjármálamarkaði og á þeirri vegferð hef ég aflað mér dýrmætrar reynslu, þar sem reynt hefur á flesta þá þætti sem góður og ábyrgur stjórnarmaður lífeyrissjóðs þarf til að bera.

Ég hef yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi eftirlitsskyldra aðila, þ.m.t. lífeyrissjóða, þar sem ég hef m.a. borið ábyrgð á eigna- og skuldastýringu hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka, átt sæti í fjárfestinga- og áhættunefndum og setið í umsagnarnefnd vegna löggjafar um fjármálafyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.

Í fyrri störfum mínum m.a. sem forstöðumaður áhættustýringar og regluvörður hef tileinkað mér nákvæm og öguð vinnubrögð, þar sem nauðsynlegt er að tileinka sér heildarhagsmuni allra aðila til lengri tíma. Ég óska því eftir áframhaldandi umboði til að nýta krafta mína, þekkingu og reynslu í þágu lífeyrissjóðsins míns, öllum sjóðsfélögum til heilla.