Getum við aðstoðað?

Ráðgjöf

Við mælum með að sjóðfélagar gefi sér góðan tíma til að velja ávöxtunarleið.

  • Ráðgjöf Almenna lífeyrissjóðsins er að blönduð og vel dreifð verðbréfasöfn séu góður kostur fyrir lífeyrissparnað. Í því felst mikil áhættudreifing.
  • Við mælum með því að ávöxtunarleið taki mið af aldri sjóðfélaga. Við mælum með Ævileiðinni en þá flyst inneign sjóðfélaga milli Ævisafna eftir aldri.
  • Innlánasafnið er ávaxtað að öllu leyti á innlánsreikningum. Ávöxtun er sambærileg og á verðtryggðum bankareikningum og breytist með vaxtastiginu í landinu. Reikna má með litlum sveiflum í ávöxtun og því hentar safnið þeim sem vilja litlar sveiflur og vilja ávaxta inneign sína eingöngu á innlánsreikningum.
  • Ríkissafnið hentar fyrir þá sem vilja ávaxta lífeyrissparnað sinn í ríkisskuldabréfum. Reikna má með nokkrum sveiflum í ávöxtun sem endurspegla meðaltíma safnsins á hverjum tíma.
  • Skuldabréfasafnið hentar meðal annars vel fyrir þá sem eru að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð eða til að greiða inn á lán.
  • Þó að ákvörðunin um ávöxtunarleið verði alltaf sjóðfélagans sjálfs er velkomið að hitta ráðgjafa okkar til að fara yfir málin. Smelltu hér til að bóka viðtal við ráðgjafa.

Önnur mikilvæg atriði

Ráðlegging okkar er byggð á upplýsingum um aldur sjóðfélaga og ávöxtunarleið hans í Almenna lífeyrissjóðnum.

  • Ráðlegging okkar tekur ekki tillit til annarra eigna og fjárskuldbindinga sjóðfélagans. Mikilvægt er að hafa þessar upplýsingar þegar sjóðfélagi velur sér ávöxtunarleið en þær hafa áhrif á hvaða leið hentar best í hverju tilviki.
  • Viðhorf til áhættu skiptir einnig máli. Ef sjóðfélagi vill ekki sjá miklar sveiflur í ávöxtun er skynsamlegt að velja safn með hærra hlutfalli skuldabréfa. Eins geta þeir sem þola vel sveiflur í ávöxtun valið safn með hærra hlutfalli hlutabréfa.