Getum við aðstoðað?

Almennur fyrirvari vegna upplýsinga á heimasíðu

Með því að fara inn á þessa heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins telst notandi hennar hafa samþykkt eftirfarandi notkunarskilmála.

Upplýsingar birtar á vefsíðu og netspjalli Almenna eru samkvæmt bestu vitund sjóðsins á hverjum tíma og ekki er tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga frá sjóðnum. Áréttað er að fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, til dæmis hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur því ekki vísbendingu um árangur í framtíð. Almenni getur ekki ábyrgst að upplýsingar séu réttar og geta þær breyst án fyrirvara. Almenni ber því ekki í neinu tilviki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsinga- eða ráðgjöf sjóðsins, né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðu og netspjalli sjóðsins. Þar með talið en ekki einskorað við, ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda.

Fræðslusíður Almenna eru skrifaðar af starfsmönnum sjóðsins. Efni og innihald greinanna eru ekki mat eða skoðanir Almenna heldur einungis þeirra sem þær skrifa. Greinar á fræðslusíðu sjóðsins eru stutt samantekt á því efni sem fjallað er um hverju sinni og eru skrifaðar samkvæmt bestu vitund höfundar og með hliðsjón af upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Almenni, greinahöfundar og aðrir starfsmenn sjóðsins bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli efnis og upplýsinga er birtist á fræðslusíðu sjóðsins.

Almenni á höfundarrétt að öllum þeim upplýsingum sem birtar eru á vefsíðu sjóðsins nema annað sé sérstaklega tekið fram eða það leiði af lögum eða eðli máls. Skriflegt samþykki Almenna þarf til að endurbirta, dreifa eða afrita þær upplýsinga sem fram koma á vefsíðu sjóðsins.

Framangreindir fyrirvarar eiga jafnframt við um allt efni sem er sett af hálfu Almenna inn á samfélagsmiðla.

Upplýsingavernd og vefkökur

Á vefsíðu Almenna lífeyrissjóðsins er gætt að persónuvernd þeirra sem heimsækja hana. Upplýsingum sem kunna að auðkenna þá sem heimsækja vefsvæðin okkar er aðeins safnað þegar notendur veita fyrir því upplýst samþykki.

Almenni notar vefkökur (e.cookies) í þeim tilgangi að bæta vefsíður sínar og gera aðgengilegri fyrir notendur sem og til þess að bæta þjónustu sína almennt. Með því að samþykkja vefkökur fær notandinn að upplifa vefsíðu Almenna á sem bestan hátt.

Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði vistar á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíður. Vefkökur gera okkur kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefina og að muna stillingar notandans yfir ákveðinn tíma.

Ef þú vilt ekki að upplýsingar frá þér skráist í vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum þannig að þær séu ekki vistaðar án þess að beðið sé um leyfi fyrst. Þú getur stillt vafra til að útiloka og eyða kökum.

Almenni.is

Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu.

Við notum gögn frá vefgreiningarþjónustunum Google Analytics og Siteimprove til að þróunar og lagfæringa á vefsíðunni og til að gera notendum síðunnar þægilegra að finna þær upplýsingar sem þeir leita að. Þessir aðilar safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsíðu Almenna án þess að upplýsingarnar séu persónugreinanlegar.

Vefgreiningarþjónusturnar Google Analytics og Siteimprove nota vefkökur til að greina hvernig notendur nota vefsvæði Almenna. Vefgreiningarþjónusturnar munu nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu og veita aðra þjónustu sem tengist virkni á svæðinu og netnotkun. Google og Siteimprove kunna einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess eða þegar slíkir þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd fyrirtækjanna. IP-tala þín verður þó ekki tengd við önnur gögn sem fyrirtækin kunna að hafa í fórum sínum.

Netspjallþjónustuna Livechat notum við einnig en þar eru upplýsingar notaðar til að eiga samskipti við notendur og veita upplýsingar.

Sjóðfélaga-, launagreiðenda- og lánavefur

Notkun þín á vefnum er vistuð og skráð í viðskiptasögu sem og þær upplýsingar sem þú gefur okkur. Við kunnum að hafa samband við þig í síma, tölvupósti eða pósti til að veita þér upplýsingar um stöðu þína hjá sjóðnum.