Getum við aðstoðað?

Góð kjör lífeyrisþega á Íslandi

25. febrúar 2015

Íslenskir ellilífeyrisþegar eru í fjórða sæti yfir þá sem bestra lífskjara njóta samkvæmt samanburði á lífsgæðum 150 landa um allan  heim. Árlega ber Natixis Global Asset Management saman lífskjör ellilífeyrisþega í löndunum 150 en bornir eru saman fjórir áhrifaþættir; fjárhagur, heilsufar, lífsgæði og efnisleg gæði. Sviss trónir á toppi listans, Noregur í öðru sæti og Austurríki í því þriðja. Þess má geta Svíþjóð og Noregur eru í sjötta og sjöunda sæti og Frakkland og Bandaríkin eru í átjánda og nítjánda. Samkvæmt úttektinni eru lífskjör lífeyrisþega að batna hratt en árið 2013 var Ísland í 23. sæti og í 11. sæti í fyrra. Smelltu hér til að skoða skýrsluna í heild og hér til að horfa á myndband um málið. The Washington Post fjallaði um skýrsluna og hér má sjá umfjöllun þeirra. Þar kemur fram að lífskjör ellilífeyrisþega í Bandaríkjunum séu ekki endilega að versna heldur kunni lífskjör í öðrum löndum að vera að batna hraðar.