Tíu frambjóðendur um tvö sæti – kosning hafin
24. mars 2022
Kosning stendur yfir frá 24. til 30. mars
Mikill áhugi er á tveimur lausum sætum í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en tíu hafa boðið sig fram. Hjá sjóðnum eru eingöngu sjóðfélagar kjörgengir í stjórn sjóðsins og skal stjórnin skipuð þremur einstaklingum af hvoru kyni. Í boði eru tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn. Að þessu sinni eru einungis laus sæti karla í aðalstjórn en báðum kynjum var heimilt að bjóða sig fram í varastjórn. Ljóst er að nýir menn koma í aðal- og varastjórn þar sem fráfarandi stjórnarmenn sóttust ekki eftir endurkjöri.
Kosningin fer fram rafrænt dagana 24. til 30. mars næstkomandi og hægt að kynna sér fram-bjóðendur og fyrirkomulag kosninganna á heimasíðu sjóðsins www.almenni.is. Smelltu hér til kynna þér frambjóðendur nánar og kjósa.