Fjárfestingarstefna 2021
01. desember 2020
Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins fyrir árið 2021 var samþykkt af stjórn sjóðsins þann 25. nóvember 2020.
Fjárfestingarstefnan er birt í heild sinni á vefsíðu sjóðsins, sjá hér. Helstu breytingar frá fjárfestingarstefnu 2020 eru eftirfarandi:
- Mestar breytingar eru gerðar á fjárfestingarstefnu Ævisafn III en í nýrri stefnu er stefnt að 30% vægi hlutabréfa í stað 20% áður. Á móti auknu vægi hlutabréfa er vægi skuldabréfa lækkað úr 80% í 70%. Með þessari breytingu er stefnt að hærri langtímaávöxtun en hlutabréf er sá eignaflokkur sem hefur skilað hæstri langtímaávöxtun. Á síðustu árum hefur ávöxtunarkrafa markaðsskuldabréfa einnig lækkað verulega sem mun leiða til lægri ávöxtunar.
- Vægi erlendra hlutabréfa er hækkað úr 16% í 24% og vægi innlendra hlutabréfa er hækkað úr 4% í 6%.
- Þá er dregið úr vægi innlána í stefnu Ævisafns III og vægi innlendra skuldabréfa aukið á móti. Þessi breyting er gerð með áhættudreifingarsjónarmið í huga.
- Sjóðfélagar sem eiga inneign í Ævisafni III munu fá sendar upplýsingar um breytingarnar með ábendingum um aðrar ávöxtunarleiðir ef þeir vilja ekki auka vægi hlutabréfa.
Tiltölulega litlar breytingar eru gerðar á fjárfestingarstefnu annarra ávöxtunarleiða
- Vikmörk fyrir meðaltíma markaðsskuldabréfa eru víkkuð, neðri vikmörk eru lækkuð til að auka heimildir til að draga úr markaðssveiflum
- Nokkrar breytingar á vikmörkum einstakra eignaflokka í stefnu, m.a. erlendra eigna, sem endurspeglar að erlend hlutabréf eru að færast nær stefnu
- Vægi veðskuldabréfa lítillega aukið í Húsnæðissafni og dregið úr vægi innlána á móti
- Húsnæðissafn fellur nú undir fjárfestingarheimildir fyrir lágmarkstryggingarvernd ásamt Ævisafni II, Ævisafni III, Ríkissafni löngu og Ríkissafni stuttu. Ævisafn I og Innlánasafn lúta áfram takmörkunum í fjárfestingarheimildum fyrir viðbótartryggingarvernd. Mismunur fjárfestingarheimilda tekur m.a. til takmarkana á mótaðilaáhættu en þær takmarkanir eru þrengri í heimildum fyrir lágmarkstryggingavernd. Þau söfn sem falla undir lágmarkstryggingarvernd geta tekið á mótið tilgreindri séreign
Stefna Almenna lífeyrissjóðsins um ábyrgar fjárfestingar er nú staðfest sérstaklega af stjórn og er fylgiskjal með fjárfestingarstefnu