Breytingar á stjórn
24. apríl 2013
Oddur Ingimarsson, læknir og viðskiptafræðingur, og Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri og kerfisfræðingur, voru kjörnir í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins á ársfundi sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík 23. apríl. Þá var Anna Karen Hauksdóttir, formaður SÍ, sjálfkjörin í varastjórn.
Eftir þessar breytingar er stjórn sjóðsins skipuð eftirtöldum aðilum:
Aðalmenn
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Sigríður Sigurðardóttir, varaformaður
Ástríður Jóhannesdóttir
Hrönn Sveinsdóttir
Oddur Ingimarsson
Ragnar Torfi Geirsson
Varamenn
Ingvar Baldursson
Ólafur H. Jónsson
Anna Karen Hauksdóttir
Fundurinn fór vel fram en um 60 manns sóttu hann. Nánari fréttir af fundinum verða birtar síðar.