Ársfundur 2013
05. apríl 2013
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2013 verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2013 á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15.
Dagskrá.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2012 og tryggingafræðilega athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu Almenna lífeyrissjóðsins.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 16. apríl 2013 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.
Á ársfundinum skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann í stjórn til þriggja ára. Á fundinum lýkur kjörtímabili eftirtalinna stjórnarmanna:
Aðalmenn:
Andrés Magnússon.
Oddur Ingimarsson.
Varamenn:
Gunnar Einarsson
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.