Almenni einn sá besti í Evrópu
29. apríl 2014
Amenni lífeyrissjóðurinn er, annað árið í röð, meðal bestu lífeyrissjóða í Evrópu í upplýsingamiðlun til sjóðfélaga samkvæmt tímaritinu European Pensions. European Pensions er tímarit um lífeyrismál í Evrópu sem kemur út sex sinnum á ári og veitir auk þess árlega verðlaun þeim sem teljast skara fram úr á sviði lífeyrisþjónustu.
Það er mikill heiður að upplýsingamiðlun Almenna lífeyrissjóðsins standist samanburð við það besta sem gerist í Evrópu en á meðal tilnefndra í þessum flokki eru fjölþjóðleg og margverðlaunuð fyrirtæki svo sem Aon Hewitt og AHC svo einhverjir séu nefndir.
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á góða þjónustu og upplýsingamiðlun til sjóðfélaga. Sjóðurinn er mjög virkur í að birta fréttir um lífeyrismál, upplýsingar um réttindi og eignir sjóðfélaga og almenna fræðslu og ráðgjöf um eftirlaunasparnað og lífeyri. Meðal nýjunga í upplýsingamiðlun sjóðsins eru einnar mínútu löng myndskeið sem nefnd eru LMM eða lífeyrismál á mínútu. Í myndskeiðunum er upplýsingum um lífeyrismál komið á framfæri á stuttan og hnitmiðaðan hátt sem hentar vel fyrir upptekið fór. Smelltu hér til að skoða myndskeiðin.
Það kemur svo í ljós þann 26. júní nk. hver hlýtur verðlaunin en verðlaunaathöfnin verður haldin í London þar sem útgáfufyrirtæki European Pensions er með höfuðstöðvar.
Smelltu hér til að skoða heimasíðu verðlaunanna.