Yfirlit og fréttabréf í dreifingu
02. febrúar 2022
Berast á næstu dögum
Um þessar mundir eru yfirlit og fréttabréf að berast sjóðfélögum í pósti. Yfirlitin miða við stöðu réttinda og séreignar 31. desember síðastliðinn en í fréttabréfinu er farið yfir það helsta sem hefur verið að gerast í starfsemi sjóðsins á seinni hluta síðasta árs. Uppfærða stöðu geta sjóðfélagar séð hvenær sem er á sjóðfélagavef en fréttabréfið um það helsta sem er á döfinni hjá sjóðnum má sjá hér.