Fréttir af framvindu sameiningar
23. desember 2025
Almenni - Lífsverk lífeyrissjóður verður til
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Lífsverks lífeyrissjóðs og Almenna lífeyrissjóðsins vegna tillaga um sameiningu sjóðanna. Athugun Samkeppniseftirlitsins á áhrifum samrunans stendur yfir en eftirlitið tilkynnti í gær um undanþágu sem heimilar samrunanum að koma til framkvæmda samkvæmt samþykktum. Sameinaður sjóður, Almenni – Lífsverk, hefur því formlega starfsemi þann 1. janúar 2026.
Almenni – Lífsverk hefur opnað upplýsingavef til að hjálpa sjóðfélögum að hafa yfirsýn i yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað og hvað þær þýða fyrir hvern og einn.