Getum við aðstoðað?

Lágmarksiðgjald hækkar

16. júní 2022

Lágmarksiðgjald hækkar
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum um lífeyrissjóði og fleiri lögum sem fela í sér talsverðar breytingar. Lögin taka gildi 1. janúar 2023.

Helstu breytingar eru að lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% af launum í 15,5%, lífeyrissjóðir hafa heimild til að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af launum til svokallaðar tilgreindrar séreignar með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður, séreign af lágmarki verður ekki lengur undanþegin skerðingum almannatrygginga eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira. Lagabreytingarnar hafa ekki áhrif á samsetningu lágmarksiðgjalds í Almenna lífeyrissjóðinn sem mun þá skiptast þannig að 8,5% af launum greiðast í samtryggingarsjóð og 7% í séreignarsjóð sem er laus til útborgunar frá 60 ára aldri. Nánar verður fjallað um lagabreytingarnar og áhrif þeirra í haust eða þegar nær dregur gildistöku þeirra.