Góður fundur um ávöxtun
30. janúar 2019
Sjóðfélagar Almenna fjölmenntu á morgunfund sjóðsins um ávöxtun á árinu 2018 og horfur á nýju ári miðvikudaginn 30. janúar (sjá frétt um ávöxtun 2018 hér). Á fundinum héldu sjóðstjórarnir Helga Indriðadóttir og Grétar Már Axelsson fróðleg erindi og svöruðu spurningum fundargesta. Hægt er að skoða glærurnar þeirra með því að smella hér.