Getum við aðstoðað?

Góð ávöxtun á fyrri helmingi ársins

05. júlí 2013

Ávöxtun ævisafna Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið mjög góð á fyrri helmingi ársins. Ævisöfnin fjögur hafa hækkað um 5,9-11,2% á árinu sem samsvarar 1,4-11,7% raunávöxtun á ársgrundvelli.

Vísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 4,8% í júní og hefur lækkað um 1,6% á fyrri helmingi ársins. Heimsvísitala erlendra hlutabréfa MSCI stóð í stað í dollurum í júní og hækkaði um 6,8% í íslenskum krónum í mánuðinum. Heimsvísitalan hefur hækkað um 28,7% í íslenskum krónum frá áramótum. Íslenska krónan hefur veikst um 21,3% gagnvart dollara á árinu. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hækkaði í júní og hækkuðu skuldabréf því óverulega í verði í mánuðinum. Ávöxtunarkrafan á lengstu skuldabréfunum var 4,17% í lok mánaðarins. Viðmiðunarvísitala skuldabréfa ævisafna I og II hefur hækkað um 5,0% á árinu.

Taflan sýnir ávöxtun einstakra eignaflokka og viðmiðunarvísitölur safnanna.

 

Eignaflokkur, ávöxtun í % ÆI ÆII Viðmiðun ÆIII Viðmiðun
Innlend skuldabréf 6,4 6,3 5,0 6,7 3,9
Skuldabréf m. erl. hlbr. áv. 2,7 6,1
Innlend hlutabréf 0,0 1,0 -1,6 0,5 -1,6
Erlend hlutabréf 28,0 28,2 28,7 28,3 28,7
Gengisbreyting 1.1.-30.06.2006 11,2 10,9 8,4

 

Eignir Ævisafns IV voru ávaxtaðar í stuttum óverðtryggðum skuldabréfum og á verðtryggðum innlánsreikningi. Gengi Ævisafns IV hækkaði um 1,1% í júní og hefur hækkað um 5,9% á fyrri helmingi ársins sem samsvarar 1,4% raunávöxtun á ársgrundvelli.