Breyttar lánareglur
11. desember 2019
Verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða í senn
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins samþykkti breytingar á lánareglum á stjórnarfundi þann 11. desember. Helsta breytingin er að sjóðfélögum stendur nú til boða að taka verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða í senn samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins og eru þá endurskoðaðir til samræmis við gildandi vexti. Breytingar á vöxtum eiga sér stað að jafnaði stað einu sinni í mánuði í samræmi ákvörðun stjórnar og viðmiðanir sem tilgreindar eru í lánareglum. Sjóðfélögum stendur jafnframt til boða að taka verðtryggð lán hjá sjóðnum með föstum vöxtum út lánstímann og óverðtryggð lán með vöxtum sem fastir eru til 36 mánaða í senn.
Vextir eldri verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum munu áfram breytast mánaðarlega en vextir á þeim taka mið af meðalávöxtun á skuldabréfaflokki Íbúðalánasjóðs HFF150434 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands í þar síðasta mánuði, að viðbættu 0,75% álagi. Ný lán á þessum kjörum eru ekki í boði lengur.
Undanfarin ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lánum og flest gögn benda til þess að svo verði áfram. Markmið ofangreindra breytinga að tryggja að sjóðfélögum standi áfram til boða hagstæð lánskjör til langs tíma en jafnframt að eignir sjóðsins verði í takt við fjárfestingarstefnu.