Getum við aðstoðað?

Auglýst eftir framboðum

15. febrúar 2024

Auglýst eftir framboðum

til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins

Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins.
Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti.

  • Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal stjórn skipuð þremur konum og þremur
    körlum og þriggja manna varastjórn skal skipuð minnst einum karli og einni konu.
  • Auglýst er eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins.
  • Að þessu sinni skal kjósa tvær konur í aðalstjórn og karl eða konu í varastjórn.
  • Allir sjóðfélagar geta boðið sig fram til stjórnar en nánari hæfisskilyrði er að finna í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Framboðsfrestur er til kl. 23:59 þann 29. febrúar 2024. Framboð
verða að berast kjörnefnd fyrir lok framboðsfrests til þess að teljast
lögleg. Hægt er að senda framboð á netfangið kjornefnd@almenni.is

Kjörnefnd Almenna lífeyrissjóðsins, 15. febrúar 2024
Ólafur H. Jónsson, Ingvar Júlíus Baldursson og Lára V. Júlíusdóttir

Nánar um framboð:

  • Með framboðum skulu fylgja helstu
    upplýsingar um frambjóðanda, s.s. nafn,
    kennitala, netfang, sími og heimilisfang
  • Taka skal fram hvort framboð er aðeins
    til aðalmanns, aðeins til varamanns
    eða aðalmanns og varamanns til vara
  • Frambjóðendum verður boðið að kynna
    sig á vef sjóðsins

Hér má sjá Reglur um skipan kjörnefndar og framkvæmd stjórnarkjörs.