Þriðjungur í séreign
Minnst þriðjungur í séreign
Hjá Almenna ávinnur þú þér lífeyrisréttindi og safnar í séreignarsjóði með skyldusparnaði. Elli– og áfallalífeyrisréttindi standast samanburð við það besta sem býðst. Að auki fer minnst þriðjungur af iðgjaldi í séreignarsjóð sem eykur sveigjanleika við töku lífeyris og inneign erfist við andlát.
Elli- og áfallalífeyrisréttindi standast samanburð við það besta sem býðst og minnst þriðjungur af skyldusparnaðinum fer í séreignarsjóð.
Eitthvað skemmtilegt
Séreignarsjóðurinn gerir þér kleift að gera eða kaupa þér eitthvað skemmtilegt á fyrstu árunum eftir að þú hættir að vinna. Þú getur byrjað að taka út þegar þú ert 60 ára og tekið inneign út eins hratt eða hægt og þú vilt.
Góðir kostir í ávöxtun
Það er hægt að velja á milli sjö ávöxtunarleiða fyrir séreignina.
Smelltu til að skoða nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðirnar.
Einnig er hægt að velja Ævileiðina en þá flyst inneign sjálfkrafa og án kostnaðar á milli aldurstengdra verðbréfasafna eftir aldri.
Nánar um Ævileiðina.
Fleiri ástæður fyrir að velja Almenna
Það má sjá margar fleiri ástæður fyrir að velja Almenna með því að smella hér.
Ef þú hefur hins vegar þegar sannfærst um að gerast sjóðfélagi getur þú smellt hér.