Reynir Jóhannsson,

Forstöðumaður fjármála

Starfsferill/stjórnarstörf:

  • Forstöðumaður Fjármála: VÍS | Febrúar 2020 –
  • Framkvæmdastjóri fjármálasviðs HS Orka hf. | Ágúst 2012– Nóvember 2019
  • Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kvos hf. (Prentsmiðjan Oddi) | Mars 2007 – Ágúst 2012
  • Ráðgjafi í fjármálum Norræna Ráðherranefndin | Ágúst 2002 – Mars 2007
  • Fjármálastjóri Hugur hf. | Janúar 2001 – Júlí 2002
  • Fjárhagsáætlunarfulltrúi Reykjavíkurborg | Júní 1999 – Janúar 2001

Námsferill:

  • Meistaragráða í fjármálum og reikningshaldi (Cand. Merc) Aarhus Business School, 1996
  • Viðskiptafræðingur (Cand.Oecon) af fjármálasviði Háskóli Íslands, 1994

Ástæða framboðs:

Valdi að gerðist sjóðsfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum 2008 eftir vandlega skoðun í kjölfar hrunsins og í kjölfar vonbrigða sem ég varð fyrir með minn þáverandi lífeyrissjóð. Ég sé ekki eftir því og nú langar mig að taka þátt í og setja mark mitt á starfsemi sjóðsins. Vill taka þátt í að byggja upp sterkan og traustan lífeyrissjóð sem gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hef viðamikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og geri mér því grein fyrir sívaxandi mikilvægi lífeyrissjóða í íslensku samfélagi. Ég mun leggja áherslu á að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í ávöxtun sjóðsins á undanförnum árum og tryggja á sama tíma réttindaöryggi sjóðfélaga. Ég hef ýmsa fjöruna sopið á mínum ferli og fátt sem kemur mér á óvart lengur. Það er óvissa ríkjandi í heiminum og því mikilvægt að hafa reynt fólk við stjórnvölin sem getur tekið yfirvegaðar og rökréttar ákvarðanir þegar á reynir.