Getum við aðstoðað?

Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum í heimsókn á skrifstofu sjóðsins á 5. hæð í Borgartúni 25, laugardaginn 10. mars.
Við verðum með heitt á könnunni allan daginn og bjóðum upp á fræðslu, tónlist og skemmtun. Starfsfólk og ráðgjafar verða á staðnum til að upplýsa og veita góð ráð.

Í boði verður skipulögð dagskrá frá kl. 11:00 til 15:00 en auk þess verða stöðvar þar sem ákveðin málefni verða tekin fyrir.

Skoða nánari upplýsingar um opna húsið.

 

Skoðaðu og deildu á Facebook