Hversu hátt má greiðslubyrðarhlutfall Seðlabanka Íslands vera við nýjar lánveitingar

03. maí 2023

Hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána má ekki fara yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið má þó vera 40% ef um er að ræða fyrstu fasteignakaup. Þetta þýðir ef ráðstöfunartekjur (tekjur mínus skattar og gjöld) eru 1.000.000 kr., þá getur greiðslubyrði fasteignalána miðað við forsendur Seðlabanka Íslands mest verið 350.000 kr. Þó hækkar hlutfallið í 40% hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign, þá miðast hámarks greiðslubyrði við 400.000 kr., miðað við sömu ráðstöfunartekjur. Greiðslubyrði fasteignalána reiknast út frá reglum Seðlabanka Íslands.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.