Getum við aðstoðað?

Hvernig verndar sjóðurinn persónuupplýsingar?

16. júlí 2018

Lífeyrissjóðurinn leitast eftir að tryggja að viðeigandi tækni sé nýtt og reglum fylgt til að gæta öryggis þeirra upplýsinga sem sjóðnum er trúað fyrir. Lífeyrissjóðurinn hefur sett sér innri reglur og notast við virka aðgangsstýringu til að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang að gögnum, notkun eða miðlun þeirra. Stjórn og starfsmenn sjóðsins eru samkvæmt lögum um lífeyrissjóði bundnir þagnarskyldu og helst hún þótt látið sé af störfum.