Hvernig eru vextir breytilegir?
14. september 2017
Núverandi skilmálar gera ráð fyrir að lánskjör séu fest til þriggja ára, eftir það taka við breytileg vaxtakjör, sem taka þá breytingum á þriggja mánaða fresti. Lántakar geta valið að festa lánið aftur til þriggja ára á þeim kjörum sem bjóðast fyrir ný lán, annars fer lánið sjálfkrafa á breytileg vaxtakjör.
Breytileg vaxtakjör ráðast af ákvörðun sjóðsins sem lítur til ýmissa þátta við ákvörðun sína, sbr. lánareglur sjóðsins.
Ákvörðun um breytilega kjör óverðtryggð vaxtanna styðjast að jafnaði við ávöxtunarkröfu RIKB að viðbættum 1,00 prósentustigum. Lágmarksvextir á líftíma bréfanna er 3,25%.
Ákvörðun um breytileg kjör verðtryggð vaxtanna styðjast að jafnaði við ávöxtunarkröfu RIKS30 að viðbættum 0,75 prósentustigum. Lágmarksvextir á líftíma bréfanna er 0,75%.
Við útreikning á ávöxtunarkröfu ofangreindra ríkisskuldabréfa er litið til viðskipta á markaði síðastliðna sex mánuði. Þetta veldur því að vextir taka hægari breytingum til hækkunar og lækkunar en ef einungis væri litið til síðastliðins mánaðar.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.