Getum við aðstoðað?

Hvar finn ég upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi?

15. september 2017

Sjóðfélagar í Almenna geta hvenær sem er farið inn á sjóðfélagavef og séð uppfærðar upplýsingar um inneign og áunnin lífeyrisréttindi. Þar er einnig hægt að sækja upplýsingar um áunnin ellilífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóðum. Sjóðfélagavefurinn er aðgengilegur á heimasíðu sjóðsins, almenni.is, en til að komast inn á hann þarf rafræn skilríki eða Íslykil. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.