Getum við aðstoðað?

Hvaða skattar eru greiddir af séreign?

15. september 2017

Séreignarsparnaður er dreginn af launum áður en einstaklingar greiða tekjuskatt. Á sparnaðartíma er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum. Við úttekt er hins vegar greiddur tekjuskattur. Undantekning frá þessum reglum er heimild til að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á fasteignalán eða inn á fyrstu fasteign en samkvæmt þeim heimildum geta einstaklingar greitt sparnaðinn óskattlagðan upp að vissu marki inn á fasteignalán eða kaup á fyrstu fasteign.