Hvaða heimildir hefur sjóðurinn til að vinna með og vista persónuupplýsingar?
16. júlí 2018
Réttur sjóðsins til að vinna með persónuupplýsingar er ýmist lögbundinn eða fenginn með samþykki sjóðfélaga. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði ber sjóðnum að halda skrá um þá sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins. Sjóðfélagar sem sækja um lán hjá sjóðnum veita samþykki fyrir vinnslu og vistun persónuupplýsinga.