Hvað fæ ég fyrir að greiða skylduiðgjald (15,5% af launum) til Almenna lífeyrissjóðsins?
14. september 2017
Með greiðslu lágmarksiðgjalds ávinna sjóðfélagar sér rétt til elli- og áfallalífeyris úr samtryggingarsjóði. Ellilífeyrir er greiddur frá 60-80 ára aldri til æviloka. Áfallalífeyrir er samheiti yfir örorku-, maka- og barnalífeyri sem er greiddur vegna örorku eða við fráfall. Hluti af lágmarksiðgjaldi greiðist í séreignarsjóð og myndar séreign sem er laus til útborgunar við 60 ára aldur.
Sjóðfélagar geta séð upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi og inneign á sjóðfélagavefnum en vefinn er hægt að opna með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.