Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður?
15. september 2017
Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem dreginn er af launum áður en skattar eru greiddir. Oftast leggur launamaður fyrir 2% eða 4% af launum og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda.
Til að hefja viðbótarlífeyrissparnað þarf að gera samning við vörsluaðila (t.d. lífeyrissjóð eða banka) sem lætur launagreiðanda vita. Á samningstíma skal launagreiðandi draga sparnaðinn frá mánaðarlegum launum og greiða til vörsluaðila.