Getum við aðstoðað?

Hvað er séreignarsparnaður og séreignarsjóður?

15. september 2017

Séreignarsparnaður er samheiti yfir sparnað sem lagður er til eftirlaunaáranna annað hvort sem hluti af skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð eða með samningi um viðbótarlífeyrissparnað. Sparnaðurinn er að fullu í eigu viðkomandi einstaklings og laus til úttektar samkvæmt ákveðnum reglum sem eru bundnar í lög. Séreignarsjóður er sjóður sem tekur við séreignarsparnaði einstaklinga og þar sem sparnaður hvers einstaklings er færður á sérreikning hans auk ávöxtunar á hverju ári.