Getum við aðstoðað?

Get ég borgað viðbótarlífeyrissparnað inn á lán?

15. september 2017

Viðbótarlífeyrissparnað er hægt að greiða inn á lán til 30. júní 2023. Heimilt er að greiða allt að 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda, hámark 500 þús. kr. á ári fyrir einstakling en 750 þúsund fyrir hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar. Skilyrði er að lán sé tekið til öflunar eigin húsnæðis, tryggt með veði og að vaxtagjöld séu grundvöllur til vaxtabóta (lán á reit 5.2 í skattframtali).

Þeir sem eiga ekki fasteign geta greitt viðbótarlífeyrissparnað til allt að 10 ára sem útborgun í íbúð eða inn á húsnæðislán.