Yfirsýn á augabragði

14. febrúar 2022

Yfirsýn á augabragði

Nýr sjóðfélagavefur Almenna

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur nú opnað nýjan og endurbættan sjóðfélagavef og þar sem sjóðurinn leitast við að halda áfram að sýna frumkvæði í þróun á þjónustu við sjóðfélaga. Nýja vefnum er ætlað að veita yfirsýn á augabragði en opna einnig leið til að kafa dýpra og stýra sínum lífeyrismálum.

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að veita ítarlegar upplýsingar fyrir sjóðfélaga um lífeyrissparnað þeirra. Árið 1998 var sjóðurinn fyrstur lífeyrissjóða sem opnaði aðgang að upplýsingum um inneign í séreignarsjóði og réttindi í lífeyrissjóði. Frá sama tíma hefur sjóðurinn reiknað daglegt gengi ávöxtunarleiða og birt á heimasíðu. Nú stígur Almenni enn eitt skrefið og opnar nýjan og endurbættan vef fyrir sjóðfélaga og á næstu vikum setur sjóðurinn í loftið app fyrir snjalltæki.

Báðum þessum nýjungum er ætlað að veita yfirsýn á augabragði og bæta enn frekar aðgengi að upplýsingum og aðgerðum til að stýra sínum lífeyrismálum.

Enn betri sjóðfélagavefur
Nýja viðmót vefsins er sveigjanlegt og myndrænt og virkar vel fyrir spjald­tölvur og snjallsíma sem og aðrar tölvur.

Á sjóðfélagavefnum er að finna ítarlegar upplýsingar um inneign, réttindi, hreyfingar og lán. Upplýsingarnar eru settar fram á myndrænan hátt  til að auðvelda aðgengi og skilning. Þá er á vefnum öflug reiknivél til að reikna og áætla eftirlaun miðað við forsendur sem sjóðfélagar ákveða sjálfir.

Í aðgerðarhluta vefsins geta sjóðfélagar meðal annars valið sér ávöxtunarleið, gert eigna­breytingar, sótt rafræn skjöl, skilað inn öllum umsóknum til sjóðsins og fylgst með framvindu þeirra. Sjóðfélagar í séreignarsjóði, sem eru byrjaðir að ganga á inneign sína, geta stillt fjárhæð mánaðarlegra útgreiðslna, sótt eingreiðslur og valið úr hvaða ávöxtunar­leið þeir fá greitt hverju sinni.

Nýr lánavefur kynntur á sama tíma
Nýlega opnaði Almenni nýjan lánavef fyrir sjóðfélaga til að einfalda aðgengi sjóðfélaga að ítarlegum upplýsingum um sjóðfélagalán og aðgerðum sem tengjast þeim. Á lánavefnum er m.a. hægt að sækja um lán, meta áhrif aukagreiðslna á greiðslubyrði, greiða eingreiðslu eða gera samning um aukagreiðslur tímabundið inn á lán.

Hér má sjá upptöku af kynningarfundinum Framhald á frumkvæði þar sem fjallað er um ávöxtun sjóðsins, nýjan lánavef og sjóðfélagavefinn.

Hér má svo sjá kynningarmynd um sjóðfélagavefinn