Yfirlit að berast
09. september 2014
Þessa dagana berast sjóðfélögum yfirlit yfir áunnin ellilífeyrisréttindi og stöðu séreignar í lok júní. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og kanna hvort öll iðgjöld frá launagreiðendum hafi borist en einnig að skoða yfirlitin til að gera sér grein fyrir stöðu sinni. Við mælum með að sjóðfélagar mæti á svokallaða stöðufundi til frekari glöggvunar. Stöðufundir eru einkafundir sjóðfélaga með ráðgjafa og hafa hlotið mikið lof þeirra sem reynt hafa. Smelltu hér til að bóka stöðufund.
Með yfirlitunum fylgir fréttabréf með helstu fréttum af sjóðnum og því helsta sem er á döfinni. Smelltu hér til að lesa fréttabréfið.