Virkjaðu viðbótarsparnaðinn
28. febrúar 2014
Smelltu og sparaðu
Þeir sem eru með samning um viðbótarlífeyrissparnað hjá Almenna lífeyrissjóðnum sem af einhverjum ástæðum er óvirkur geta á einfaldan hátt virkjað hann aftur. Þeir þurfa aðeins að smella hér og skrá kennitölu og netfang. Starfsfólk sjóðsins virkjar samninginn á ný eða óskar eftir frekari upplýsinga ef þess er þörf. Viðbótarlífeyrissparnaður er hagkvæmasti sparnaðurinn sem völ er á og getur átt stóran þátt í að bæta lífskjör á eftirlaunum. Smelltu hér til að virkja viðbótarsparnaðinn.