Verðtryggðir vextir lækka – óverðtryggðir vextir hækka
22. febrúar 2022
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi breytingar á vaxtakjörum sjóðfélagalána:
- Vextir á verðtryggðum föstum vöxtum lækka úr 3,6% í 2,7%
- Vextir á verðtryggðum lánum sem eru fastir í 36 mánuði, lækka úr 1,2% í 1%
- Vextir á óverðtryggðum lánum sem eru fastir í 36 mánuði hækka úr 4,8% í 5,2%
- Vextir á óverðtryggðum lánum sem eru fastir í 12 mánuði hækka úr 4,8% í 6,3%
Breytingar á vöxtum taka gildi frá og með 22. febrúar 2022. Upplýsingar um sjóðfélagalán Almenna lífeyrissjóðsins má finna hér.