Vel heppnað opið hús

18. apríl 2018

Vel heppnað opið hús
Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Myndband af stemningunni

Almenni lífeyrissjóðurinn hélt opið hús fyrir sjóðfélaga þann 10. mars síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn stendur fyrir sambærilegum viðburði og mikill metnaður var lagður í að gera viðburðinn sem veglegastann.

Þórhildur Stefánsdóttir ráðgjafi Almenna hélt erindi um hvernig hægt er að undirbúa töku lífeyris, Helgi Finnbogason frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hélt stutt námskeið í skyndihjálp, Eva Ósk Eggertsdóttir og Ásgerður Hrönn Hafstein ráðgjafar hjá Almenna fjölluðu um töku fasteignalána, Jóhannes Þórðarson, arkitekt hjá Glámu/Kím arkitektum um hönnun íbúa, Gunnar Baldvinsson um verðmætustu eignina og Erla Gerður Sveinsdóttir læknir um heilsuna. Auk þeirra gladdi Guðrún Árný Karlsdóttir gesti opna hússins með tónlistarflutningi.

Einnig var í boði blöðrugerð fyrir börnin, vöfflur og nokkrar fróðleiksstöðvar þar sem lánum, ávöxtunarleiðum og þjónustu Almenna á netinu voru gerð sérstök skil.

Í myndbandinu er gerð tilraun til að fanga stemninguna.

Starfsfólk Almenna þakkar fyrir góða mætingu á opna húsið sem og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera þennan vel heppnaða viðburð.