Vefflugan flýgur á ný
16. október 2014
Annað tölublað Vefflugunnar hefur litið dagsins ljós en það er fréttabréf um lífeyrismál sem gefið er út af Landssamtökum lífeyrissjóða. Eins og nafnið gefur til kynna er fréttabréfið gefið út rafrænt en að þessu sinni er eftirfarandi efni til umfjöllunar:
- Viðtal við „reynsluboltann“ Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gildis
- Umfjöllun um þróun húsnæðismála.
- Fróðleiksmola frá Gunnari Baldvinssyni um uppbyggingu lífeyrissparnaðar.
- Starfsemi Greiðslustofu lífeyrissjóða.
Smelltu hér til að skoða vef Landssamtaka lífeyrissjóðanna en á síðunni er hægt að finna þetta og önnur tölublöð Vefflugunnar.