Almenni tilnefndur í þriðja sinn
25. júní 2015
Tímaritið European Pensions veitir árlega fjölda viðurkenninga til þeirra lífeyrissjóða sem þykja, að þeirra mati, skara fram úr á hinum ýmsu sviðum lífeyrisþjónustu. Fimmtudaginn 25. júní tilkynnti sjóðurinn um sigurvegara ársins 2015.
Þetta var þriðja árið í röð sem Almenni lífeyrissjóðurinn hefur verið tilnefndur fyrir upplýsingagjöf til sjóðfélaga en að þessu sinni voru 5 aðrir tilnefndir , víðsvegar að í Evrópu. Að þessu sinni hlaut enski lífeyrissjóðurinn Kingfisher Pension Trustee Limited viðurkenninguna en sjóðurinn er með höfuðstöðvar í London og hefur áður hlotið fjölda viðurkenninga.
Almenni lífeyrissjóðurinn lítur á tilnefninguna sem hvatningu til að veita góða þjónustu og faglega ráðgjöf.
Smelltu hér til að skoða síðuna með tilnefningum.