Upplýsingar um þjónustu vegna Covid

06. október 2020

Upplýsingar um þjónustu vegna Covid

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur skrifstofu sjóðsins verið lokað. Móttaka skjala fer fram í póstkassa sjóðsins á jarðhæð.

Nýtum rafrænar leiðir
Við viljum hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þær fjölmörgu rafrænu leiðir sem eru í boði til að njóta þjónustu sjóðsins. Hægt er að nýta sér tölvupóst (senda fyrirspurnir á almenni@almenni.is), netspjall eða símann til samskipta, auk þess sem hægt er að nýta sér sjóðfélagavef og launagreiðendavef til að sækja upplýsingar og/eða framkvæma aðgerðir. Sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um inneign og réttindi sín hjá sjóðnum, stöðu lána og fleira á sjóðfélagavef og þar er einnig hægt að sækja um útborgun séreignar og ellilífeyris. Launagreiðendur geta fundið ýmsar upplýsingar um stöðu sína á launagreiðendavef.

Greiðsluhlé lána, útborgun séreignarsparnaðar
Í ljósi aukins atvinnuleysis og greiðsluerfiðleika geta sjóðfélagar með lán  sótt um að taka greiðsluhlé í allt að sex mánuði. Nánari upplýsingar um það má sjá hér. Þeir sjóðfélagar sem eiga séreignarsparnað, sem orðið hefur til með viðbótarlífeyrissparnaði, geta tekið hann út á 15 mánaða tímabili. Nánari upplýsingar um það má sjá hér.