Getum við aðstoðað?

Fyrir upplýstar ákvarðanir

11. maí 2018

Fyrir upplýstar ákvarðanir

Upplýsingablöð og greining eigna

Fyrir upplýstar ákvarðanir

Hjá Almenna er lögð mikil áhersla á að miðla upplýsingum til sjóðfélaga og gera þeim kleift að fylgjast með og taka upplýstar ákvarðanir. Dæmi um það eru Upplýsingablöð sem uppfærð eru mánaðarlega og Greining eigna fyrir blandaðar ávöxtunarleiðir sem uppfærð er nokkrum sinnum á ári. Í Upplýsingablöðunum er farið yfir stöðuna í mánuðinum og þróun undanfarinna mánaða og missera auk þess sem spáð er í spilinu um framhaldið. Í Greiningu eigna er birtur listi yfir undirliggjandi eignir hvers eignaflokks í hverju safni.

Nú er ný búið að uppfæra hvort tveggja. Upplýsingablöðin eru tekin saman á sér síðu sem þú getur skoðað hér en þau er auk þess að finna í Nánari upplýsingum í hverri ávöxtunarleið. Á sama stað í blönduðu ávöxtunarleiðunum Ævisafni I, II og III og Samtryggingarsjóði er einnig Greiningu eigna að finna.