Tvöföld tilnefning Almenna
16. apríl 2018
Fagtímaritið European Pensions tilkynnti á dögunum um þá lífeyrissjóði sem tilnefndir eru sem til árlegra verðlauna sem veitt eru til þeirra lífeyrissjóða í Evrópu sem þykja skara framúr. Þetta er 11. árið sem verðlaunin eru veitt en þau verða afhent við hátíðlega athöfn á Millenium hótelinu í London þann 21. júní næstkomandi. Almenni lífeyrissjóðurinn er tilnefndur í tveimur flokkum í ár. Sem kunnugt er var Almenni valinn lífeyrissjóður ársins 2017 og en nú tilnefndur annað árið í röð sem lífeyrissjóður ársins en auk þess fyrir nýsköpun. Það verður því spennandi að sjá hvort Almenni hlýtur verðlaun á ný en það kemur í ljós í sumar. Almenni lítur á þessar tilnefningar sem heiður og hvatningu til að gera enn betur.