Tólf í framboði um tvö laus sæti
09. mars 2023
Rafræn kosning stendur yfir frá 22. til 29. mars
Tólf sjóðfélagar hafa boðið sig fram í tvö laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en einnig verður kosið um eitt laust sæti konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra. Þetta er meðal þess sem aðgreinir Almenna lífeyrissjóðinn frá flestum öðrum sjóðum.
Kosning fer fram fram dagana 22. til 29. mars en þangað til er hægt að kynna sér frambjóðendur á sérstakri síðu frá sömu síðu verður svo tengill yfir á sérstakan kosningavef á meðan á kosningu stendur.