Þrír í framboði til stjórnar
01. apríl 2016
Þrjú framboð bárust í 2 laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en framboðsfrestur rann út á miðnætti 31. mars 2016. Eftirtaldir gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn til þriggja ára, í stafrófsröð.
Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri Greenqloud
Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri hjá Íslandsbanka
Sigurjón H. Ingólfsson, verkefnastjóri hjá Kviku banka
Á ársfundi sjóðsins, sem haldinn verður 7. apríl næstkomandi, verða kosnir tveir aðalmenn og einn varamaður. Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrjár konur þannig að eingöngu karlar eru kjörgengir að þessu sinni. Frambjóðendum verður gefinn kostur á að kynna sig á heimasíðu sjóðsins þegar nær dregur.