Sveiflur á mörkuðum
30. maí 2016
Fyrstu mánuðir ársins 2016 hafa einkennst af miklum sveiflum á mörkuðum innan lands og utan. Þetta hefur haft áhrif á ávöxtun verðbréfasafna og skilað sér í lakari ávöxtun en sést hefur undanfarin ár. Frá áramótum hefur heildarvísitala aðallista (innlend hlutabréf) lækkað um 1,5%, heimsvísitala hlutabréfa í USD hefur lækkað um 0,4%, auk þess sem íslenska krónan hefur styrkst gagnvart USD um 3,8%. Öll þessi atriði hafa áhrif til lækkunar á ávöxtun. Jákvæð ávöxtun hefur verið á löngum verðtryggðum skuldabréfum og hefur vísitala verðtryggðra skuldabréfa með 10 ára líftíma hækkað um 0,8%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,9%. Þrátt fyrir rysjótta tíð í ávöxtun blandaðra verðbréfasafna hafi ekki farið vel af stað á árinu er þó rétt að hafa í huga að langtímaávöxtun safnanna hefur verið góð.
Ávöxtun safnanna frá áramótum til 22. maí er eftirfarandi:
Ávöxtun í upphafi árs 2016, -30 maí
Blönduð söfn: Frá 1% hækkun niður í 1,9% lækkun | Lækkun á verði hlutabréfa hefur haft áhrif á ávöxtun blandaðra verðbréfasafna. Mest er lækkunin í Ævisafni I eða um 1,9% enda er það safn með hæst hlutfall innlendra og erlendra hlutabréfa. Miklu munar um 3,8% styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal en það skilar sér í lækkun á erlendum eignum. Ævisafn III er eina blandaða verðbréfasafnið sem hefur skilað jákvæðri ávöxtun það sem af er ári, en safnið hefur hækkað um 1%. |
Innlánasafn hækkaði | Innlánasafn, sem ávaxtar eignir sínar á innlánsreikningum sem eru að stærstum hluta verðtryggðir, hækkaði um 1,7%. |
Ríkissafn-langt hækkaði | Ríkissafn langt hækkaði um 0,9% á fyrstu mánuðum ársins og er það fyrst og fremst vegna hækkun verðlags á tímabilinu. |
Ríkissafn-stutt hækkaði mest | Ríkissafn stutt hækkaði á tímabilinu um 1,9%. Helstu eignir safnsins eru stutt óverðtryggð ríkisskuldabréf. |