Getum við aðstoðað?

Stöðug ásókn í stöðufundi

07. ágúst 2014

Um 700 manns hafa nú nýtt sér að koma á svokallaða stöðufundi hjá Almenna lífeyrissjóðnum en þjónustan hefur mælst mjög vel fyrir.

Stöðufundir hafa verið í boði hjá Almenna lífeyrissjóðnum síðan seint á árinu 2011 en fundirnir eru einkaviðtöl sjóðfélaga með ráðgjafa sjóðsins þar sem farið er yfir stöðu lífeyrismála hjá viðkomandi, lífeyrisréttindi, séreignarsöfnun og tryggingavernd.

Aldrei of snemmt
Því fyrr sem hugað er að lífeyrismálum þeim mun meiri tími er til stefnu til að breyta einhverju ef þess er þörf. Við viljum hvetja sjóðfélaga til að nýta sér stöðufundi  til að ná heildaryfirsýn yfir lífeyrismál sín en fundirnir eru einstök þjónusta sem er ókeypis og án skuldbindinga.

Hægt er að bóka stöðufund með því að smella hér, hafa samband í síma 510 2500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið almenni@almenni.is.