Getum við aðstoðað?

Skattþrep og skattleysismörk 2019

02. janúar 2019

Skattþrep og skattleysismörk 2019
Mynd: Halldór Bachmann

Skattþrep og skattleysismörk sem gilda fyrir árið 2019 hafa verið birt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Skattþrep eru tvö, persónuafsláttur hækkar um 4,7%, verður 677.358 kr. fyrir árið 2019 eða 56.447 krónur á mánuði og eru skattleysismörk launatekna á mánuði því 159.174 krónur. Skattleysismörk lífeyristekna eru hins vegar 152.807. Eftirfarandi skattþrep og prósentur gilda fyrir árið 2019:

Skattþrep Viðmiðunartekjur á mánuði Staðgreiðsluprósenta
Neðra þrep 0 – 927.087 krónur 36,94%
Efra þrep Frá 927.088 krónum 46,24%

Tekjuskattur er greiddur af öllum lífeyrisgreiðslum.

  • Við útreikning á staðgreiðslu er horft til tekna í þeim mánuði sem lífeyrir er greiddur og því getur borgað sig að dreifa greiðslum á lengra tímabil.
  • Staðgreiðslan er reiknuð þannig að greiddur er 36,94% skattur af fyrstu 927.087 krónum og 46,24% af öllum tekjum sem eru umfram þá fjárhæð.
  • Ekki er horft til heildartekna á árinu fyrr en við álagningu tekjuskatts í júlí árið eftir.

Það er á ábyrgð lífeyrisþega að tilkynna lífeyrissjóðnum um skattþrep sem á að nota. Álagning tekjuskatts fer fram 1. júlí ár hvert og ef það vantar upp á staðgreiðsluna bætist við 2,5% álag. Við viljum því hvetja sjóðfélaga sem vilja fá upplýsingar um hvernig best er að haga úttekt lífeyris að hafa samband við ráðgjafa sjóðsins.

Nánari upplýsingar um er að finna á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is