Sigríður formaður, Arna varaformaður
26. apríl 2023
Á stjórnarfundi sem var haldinn 25. apríl var Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt, kosin formaður stjórnar og Arna Guðmundsdóttir, læknir, varaformaður. Sigríður hefur setið í stjórn sjóðsins frá árinu 2017 og var endurkjörin í rafrænu stjórnarkjöri í aðdraganda ársfundar í vor. Sigríður er annar eigenda á Teiknistofunni Tröð og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Arna hefur setið í stjórn frá árinu 2018 og starfar sem lyflæknir og innkirtlalæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og á eigin læknastofu. Hulda Rós Rúriksdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér áfram sem formaður stjórnar. Hulda hefur setið í stjórn frá árinu 2015. Nánari upplýsingar um stjórn sjóðsins eru hér.