Síðustu póstsendu yfirlitin?
13. september 2019
Um þessar mundir er verið að dreifa yfirlitum og fréttabréfum til sjóðfélaga. Yfirlitin miða við stöðu réttinda og séreignar 30. júní síðastliðinn en í fréttabréfinu er farið yfir það helsta sem hefur verið að gerast í starfsemi sjóðsins framan af ári.
Stjórnvöld hafa kynnt áform um að leggja fram frumvarp til laga þar sem lagt er til að lífeyrissjóðir þurfi ekki lengur að senda sjóðfélögum yfirlit á pappír heldur verði látið nægja að senda rafræn yfirlit sem hægt verði að opna með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef af verður mun það spara lífeyrissjóðum og um leið sjóðfélögum verulegan kostnað. Af þessu tilefni er rétt að minna á að sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum geta hvenær sem sótt yfirlit og upplýsingar um stöðu réttinda og séreignar á sjóðfélagavef auk þess að afþakka að fá send prentuð yfirlit í pósti.
Smelltu hér til að skoða fréttabréfið og hér til að opna sjóðfélagavef.
Myndin með fréttinni er tekin af Önnu Guðmundsdóttur sem starfar í lífeyrisdeild Almenna en myndin er ein þeirra sem birtist í fréttabréfinu að þessu sinni.