Séreign inn á lán framlengt út 2025
28. nóvember 2024
Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja til ársloka 2025 almenna heimild til að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á höfuðstól láns. Eingöngu er hægt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða skattfrjálst inn á höfuðstól láns en ekki séreignarsjóð sem orðið hefur til með skyldusparnaði. Til þess að vera með viðbótarlífeyrissparnað þarf að gera samning við vörsluaðila svo sem Almenna lífeyrissjóðinn.
Smelltu hér til að sækja um viðbótarlífeyrissparnað hjá Almenna
Opnað hefur verður fyrir umsóknir og hægt er að smella hér til að sækja um að greiða séreign inn á lán eða framlengja umsókn hjá Skattinum.
Það er óalgengt að tekjuskattur sé felldur niður og óhætt að mæla með því að nýta sér þennan möguleika.
Úrræðið er til viðbótar skattfrjálsri ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar vegna fyrstu fasteignar. Þeir sem nýta sér það úrræði geta í tíu ár bæði sparað skattfrjálst upp í útborgun og inná höfuðstól láns fyrir fyrstu fasteign. Fjárhæðin getur verið allt að 5 milljónum fyrir einstakling en 10 milljónir fyrir par.