Séreign inn á lán framlengt
18. október 2016
Heimild launþega til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán hefur verið framlengd um tvö ár eða fram til 30. júní 2019 en upphaflega heimildin var frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
Í október 2016 samþykkti Alþingi jafnframt frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Lögin heimila skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar sem safnast hefur til kaupa á fyrstu íbúð, upp að ákveðnu hámarki. Einnig er heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á lán sem tryggð eru með veði í fyrstu íbúð og tekin voru vegna kaupanna. Lögin taka gildi 1. júlí 2017 og má sjá hér.
Óhætt er að ráðleggja sjóðfélögum að nýta sér þessi úrræði þar sem þau fela í sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Til að nýta sér úrræðin er hægt að sækja um á www.leidretting.is en hægt er að skoða sérstaka upplýsingasíðu Almenna um séreign inn á lán hér. Á næstunni kynnir Almenni hvernig sjóðurinn hyggst þjónusta þá sem vilja nýta sér úrræðin.