Séreign inn á lán framlengd

07. júlí 2023

Séreign inn á lán framlengd

Sækja þarf um fyrir 30. september

Framlenging á almennri heimild til að leggja viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á höfuðstól lána hefur verið staðfest. Það er óhætt að segja að sjaldgæft sé að fólki sé gefinn kostur á að sleppa undan því að greiða tekjuskatt. Hér er því um hagstætt tilboð að ræða af hálfu stjórnvalda sem sjóðurinn mælir með að fólk nýti sér til lækkunar á höfuðstól húsnæðislána. Til að nýta sér eða framlengja þessa heimild þarf að fara á leiðrétting.is