Samið um lánsveð
24. apríl 2013
Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu viljayfirlýsingu 23. apríl um að veita lántökum með lánsveð hliðstæða lausn þeim sem fengu niðurfærslu samkvæmt svokallaðri 110% leið. Samkvæmt viljayfirlýsingunni ber ríkissjóður mikinn meirihluta af kostnaðinum eða 88% en lífeyrissjóðir 12%, enda var það skilyrði af hálfu lífeyrissjóðanna að aðgerðin fæli ekki í sér fjárhagslega skerðingu fyrir sjóðfélaga.
Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt hinni svokölluðu 110% leið, eða að þeir sem tóku lán með lánsveði geta sótt um niðurfellingu á lánum ef lán á þeirra eigin eign að viðbættu lánsveðinu er yfir 110% af þeirra eigin eign. Niðurfellingin getur þó aldrei orðið meiri en svo að skuldsetning eftir niðurfellingu verði ekki lægri en samanlögð veðsetning var þegar fasteignalán var tekið.
Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að aðgerðin komist til framkvæmda fyrir lok árs eða þegar ákveðin skilyrði í viljayfirlýsingunni eru uppfyllt. Auglýsing um niðurfærslu lánsveðalána verður birt á heimasíðu sjóðsins um leið skilyrðin eru uppfyllt.
Viljayfirlýsinguna í heild má sjá hér.